Mjótt á munum á breska þinginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 18:45 Það er ekki útilokað að Johnson takist það sem Theresa May tókst ekki. AP/Francisco Seco Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira