Sparitréin í Kjarnaskógi fá sérstaka kanínuvernd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2019 20:00 Kanínur eru algeng sjón í Kjarnaskógi. Þær geta samt ekki étið þessi tré sem sjást hérna á myndinni. Vísir/Tryggvi Páll Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“ Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“
Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00