Þúsundir tóku víkingaklappið í mótmælum í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 10:45 Mótmælendur á götum Beirút. AP/Hassan Ammar Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan. Líbanon Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan.
Líbanon Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira