Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VA. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22