Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. október 2019 06:00 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15