Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2019 07:30 Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem myndu fá mikla meðgjöf við að sameinast öðrum sveitarfélögum. Vitað er að sveitarstjórnarfulltrúar á Akureyri eru opnir fyrir þeim möguleika. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira