Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 14:13 Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds, stendur skammt frá Akureyrarkirkju. Vísir/getty Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, stendur í brekkunni skammt frá Akureyrarkirkju og er afar áberandi í bæjarmyndinni. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu. Guðmundur segir að áform um sölu á húsinu sé liður í því að skoða hvernig bærinn geti dregið úr kostnaði. Þannig hafa bæjaryfirvöld að undanförnu gaumgæft eignir bæjarins og skoðað hvaða eignir hafi nýst illa. Hús Matthíasar sé ein þeirra eigna sem hafi nýst illa vegna aðgengismála. „Það er kostnaðarsamt að koma upp aðgengi að þessu og við höfum talað um það að það væri kannski möguleiki á því að losa okkur undan þessu með því að selja húsið og kannski eru þarna aðilar úti sem gætu nýtt ser húsið og væru tilbúnir til þess.“Guðmundur Baldvin Guðmundsson er oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri.Framsóknarflokkurinn á AkureyriAðspurður hvernig bæjarbúar hafi brugðist við fréttunum segir Guðmundur. „Auðvitað er það þannig að fólk hefur taugar til þessa húss. Það er eðlilegt og þetta mun skapa einhverja umræðu, þetta var tekið fyrir í stjórn Akureyrarstofu í síðustu viku og kemur fyrir bæjarráð í næstu viku þar sem bæjarráð mun afgreiða þetta mál en það er vilji okkar til þess að leita að nýjum eigendum að þessu húsi.“Þetta er stolt Norðausturlands, er ekki óhætt að segja það?„Þetta er fallegt hús og sögufrægt hús og það er hús sem kemur til með að standa þarna um ókomna framtíð en vonandi finnst einhver sem vill eiga þetta og vill halda þessu við. Við höfum líka áhyggjur af því að með lítilli notkun, eins og þetta hefur verið síðustu árin, að þá drabbist þetta niður,“ segir Guðmundur. Sigurhæðir er fallegt hús og sögufrægt að sögn formanns bæjarráðs Akureyrar.Þórgnýr Dýrfjörð
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira