Barátta gegn hamfarahlýnun inn í alla stefnumótun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2019 11:44 ASÍ ætlar að setja umhverfismálin á oddinn og móta skýra stefnu í málaflokknum. vísir/Baldur Hrafnkell Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Umhverfismálþing ASÍ sem haldið er í dag er hluti af ráðstefnuröð í vetur. Markmiðið er að móta skýra og markvissa stefnu verkalýðshreyfingarinnar til að sporna við hamfarahlýnun af mannavöldum. Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir verkalýðshreyfinguna bera ábyrgð. „Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulífið, efnahag og lífskjör almennings. Það er hlutverk ASÍ að standa vörð um hag almennings.“ Maríanna bendir á að þótt hamfarahlýnun hafi ekki enn mikil áhrif á daglegt líf Íslendinga þá hafi hún gífurleg áhrif á lífsafkomu fjölda fólks víða um heim. Milljónir manna séu á flótta og hamfarahlýnun hafi til að mynda mikil áhrif á daglegt líf og öryggi kvenna í dreifðum byggðum Afríku þar sem þær þurfa að fara lengri og hættulegri leið til að sækja vatn á hverjum degi. Á Íslandi þurfi að fara úr vörn í sókn. „Það sem verkalýðshreyfingin þarf að gera er að samþætta umhverfisáherslur á alla okkar málaflokka. Hvort sem við erum að horfa á atvinnumál, kjaramál, húsnæðismál eða lífeyrissjóðsmál. Við eigum að samþætta umhverfissjónarmiðið í allar okkar ákvarðanartökur.“ Maríanna bendir á að slíkt hið sama hafi verið gert með jafnréttismál á sínum tíma. „Okkur finnst eðlilegt að við tökum jafnréttisvinkilinn inn í allt sem við gerum í dag. Til dæmis varðandi atvinnustefnu, þá horfum við til þess hvort hún hafi sömu áhrif á konur og karla. Nú þurfum við, þegar við tökum allar ákvarðanir, að skoða hvort við séum að hugsa um umhverfið. Hvort ákvörðunin hafi áhrif á umhverfið og náttúruna,“ segir Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði