Til skoðunar að stofna sérstakan íbúðalánabanka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 11:57 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“ Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“
Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30
Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06
Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00