Merkilegur október Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. október 2019 08:15 Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar