Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 09:59 Það er fjölmennt á fundi atvinnuveganefndar í dag þar sem útflutningur á óunnum fiski er til umræðu. Vísir/Vilhelm Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks. Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks.
Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent