Telja rússneska leynisveit reyna að valda óstöðugleika í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 15:36 Pútín, sem sjálfur er fyrrverandi leyniþjónustumaður, lofaði leyniþjónustuna GRU í fyrra. Hún hefur staðið fyrir morðtilræðum og ýmsum bellibrögðum á erlendri grundu. Vísir/EPA Vestrænar leyniþjónustur telja að sérhæfð og háleynileg undirróðurssveit rússnesku leyniþjónustunnar vinni nú markvisst að því að valda óstöðugleika í Evrópu, meðal annars með morðum og skemmdarverkum. Sveitin er talin hafa verið starfandi í að minnsta kosti áratug en vestræn ríki hafi aðeins komist að tilvist hennar fyrir þremur árum.New York Times greinir frá því að vestrænar leyniþjónustur tengi nú að minnsta kosti fjórar aðgerðir í Evrópu við sveit 29155, leynilega sveit innan rússnesku leyniþjónustunnar GRU. Hún sérhæfi sig í undirróðri, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Liðsmenn hennar séu meðal annars hermenn úr nokkrum blóðugustu stríðum Rússlands, þar á meðal í Afganistan, Tsjetsjeníu og Úkraínu. Fyrstu merki um aðild sveitarinnar fundust í misheppnaðri valdaránstilraun í Svartfjallalandi árið 2016 þar sem tveir útsendarar sveitarinnar eru sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða forsætisráðherra landsins af dögum og taka yfir þinghúsið. Frekari staðfesting hafi fengist í taugaeiturstilræðinu gegn Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara GRU, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Breskir saksóknarar ákærður síðar tvo útsendara sveitar 29155, þá Alexander Mishkin og Anatólí Tsjepiga. Rannsókn á tilræðinu leiddi í ljós að þrír útsendarar sveitarinnar hefðu komið til Bretlands ári áður, þar á meðal Mishkin, mögulega til að undirbúa það. Hinir útsendararnir tveir hafi verið hluti af hóp sem reyndu að eitra fyrir búlgarska vopnasalanum Emilian Gebrev í tvígang árið 2015. Sveitin er einnig talin hafa átt þátt í undirróðursherferð í Moldóvu þar sem órói ríkti eftir þingkosningar fyrr á þessu ári.Hluti af óhefðbundnum hernaði Pútín gegn Vesturlöndum Aðgerðir sveitar 29155 eru sagðar liður í óhefðbundnum hernaði Vladímírs Pútin, forseta Rússlands, gegn Vesturlöndum sem hann telur ógn við stjórn sína. Í þeim hernaði notast Rússar meðal annars við áróður, tölvuinnbrot og upplýsingafölsun. Tvær aðrar rússneskar GRU-sveitir, 26165 og 74455, brutust þannig inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton í Bandaríkjunum árið 2016. Birtu þær síðan vandræðalega pósta þaðan í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks skömmu fyrir kjördag. Á annan tug Rússa var ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á kosningaafskiptum Rússa. Þeir ganga þó allir lausir þar sem tölvuþrjótarnir eru taldir starfa í Moskvu. Útsendarar 29155 eru aftur á móti gerðir út af örkinni víða. Evrópskur leyniþjónustumaður sem New York Times ræddi við sagði það sláandi að Rússar standi fyrir svo illviljuðum aðgerðum í vinaríkjum. Aðgerðir sveitarinnar hafa engu að síður farið að miklu leyti út um þúfur. Skrípal-feðginin lifðu banatilræðið af en bresk kona lést og tveir karlmenn veiktust alvarlega, þar á meðal lögreglumaður, þegar þau komust í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Einnig lifði vopnasalinn Gebrev tvö tilræði af og valdaránstilraunin í Svartfjallalandi fór út um þúfur. Landið gekk í Atlantshafsbandalagið árið 2017. Vestrænar leyniþjónustur eru sagðar spyrja sig hvort að árangur aðgerðanna skipti Rússa ekki endilega öllu máli. Markmiðið geti verið að há sálfræðilegan hernað. Bandaríkin Búlgaría Moldóva Rússland Svartfjallaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32 Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Vestrænar leyniþjónustur telja að sérhæfð og háleynileg undirróðurssveit rússnesku leyniþjónustunnar vinni nú markvisst að því að valda óstöðugleika í Evrópu, meðal annars með morðum og skemmdarverkum. Sveitin er talin hafa verið starfandi í að minnsta kosti áratug en vestræn ríki hafi aðeins komist að tilvist hennar fyrir þremur árum.New York Times greinir frá því að vestrænar leyniþjónustur tengi nú að minnsta kosti fjórar aðgerðir í Evrópu við sveit 29155, leynilega sveit innan rússnesku leyniþjónustunnar GRU. Hún sérhæfi sig í undirróðri, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Liðsmenn hennar séu meðal annars hermenn úr nokkrum blóðugustu stríðum Rússlands, þar á meðal í Afganistan, Tsjetsjeníu og Úkraínu. Fyrstu merki um aðild sveitarinnar fundust í misheppnaðri valdaránstilraun í Svartfjallalandi árið 2016 þar sem tveir útsendarar sveitarinnar eru sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða forsætisráðherra landsins af dögum og taka yfir þinghúsið. Frekari staðfesting hafi fengist í taugaeiturstilræðinu gegn Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara GRU, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra. Breskir saksóknarar ákærður síðar tvo útsendara sveitar 29155, þá Alexander Mishkin og Anatólí Tsjepiga. Rannsókn á tilræðinu leiddi í ljós að þrír útsendarar sveitarinnar hefðu komið til Bretlands ári áður, þar á meðal Mishkin, mögulega til að undirbúa það. Hinir útsendararnir tveir hafi verið hluti af hóp sem reyndu að eitra fyrir búlgarska vopnasalanum Emilian Gebrev í tvígang árið 2015. Sveitin er einnig talin hafa átt þátt í undirróðursherferð í Moldóvu þar sem órói ríkti eftir þingkosningar fyrr á þessu ári.Hluti af óhefðbundnum hernaði Pútín gegn Vesturlöndum Aðgerðir sveitar 29155 eru sagðar liður í óhefðbundnum hernaði Vladímírs Pútin, forseta Rússlands, gegn Vesturlöndum sem hann telur ógn við stjórn sína. Í þeim hernaði notast Rússar meðal annars við áróður, tölvuinnbrot og upplýsingafölsun. Tvær aðrar rússneskar GRU-sveitir, 26165 og 74455, brutust þannig inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton í Bandaríkjunum árið 2016. Birtu þær síðan vandræðalega pósta þaðan í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks skömmu fyrir kjördag. Á annan tug Rússa var ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á kosningaafskiptum Rússa. Þeir ganga þó allir lausir þar sem tölvuþrjótarnir eru taldir starfa í Moskvu. Útsendarar 29155 eru aftur á móti gerðir út af örkinni víða. Evrópskur leyniþjónustumaður sem New York Times ræddi við sagði það sláandi að Rússar standi fyrir svo illviljuðum aðgerðum í vinaríkjum. Aðgerðir sveitarinnar hafa engu að síður farið að miklu leyti út um þúfur. Skrípal-feðginin lifðu banatilræðið af en bresk kona lést og tveir karlmenn veiktust alvarlega, þar á meðal lögreglumaður, þegar þau komust í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Einnig lifði vopnasalinn Gebrev tvö tilræði af og valdaránstilraunin í Svartfjallalandi fór út um þúfur. Landið gekk í Atlantshafsbandalagið árið 2017. Vestrænar leyniþjónustur eru sagðar spyrja sig hvort að árangur aðgerðanna skipti Rússa ekki endilega öllu máli. Markmiðið geti verið að há sálfræðilegan hernað.
Bandaríkin Búlgaría Moldóva Rússland Svartfjallaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32 Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Fjórtán dæmdir fyrir valdaránstilraun í Svartfjallalandi Dómstóll í Svartfjallalandi hefur dæmt fjórtán manns, þar af tvo stjórnarandstöðuþingmenn, í fangelsi vegna tilraunar til valdaráns árið 2016. 9. maí 2019 11:32
Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. 11. september 2019 22:45