Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 08:15 Reykjalundur, endurhæfingarstöð SÍBS, er staðsettur í Mosfellsbæ. Skjáskot/Ja.is Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveini Guðmundssyni, stjórnarformanni SÍBS. Tilefni tilkynningarinnar er frétt sem birtist á vef Hringbrautar í gær. Þar segir að Birgi, sem gegnt hefur starfi forstjóra Reykjalundar í tólf ár, hafi verið sagt upp „fyrirvaralaust“. Þá hefur Hringbraut eftir heimildum sínum að hann hafi verið leiddur út af skrifstofum Reykjalundar sama dag og hann skrifaði undir starfslokasamninginn. Í tilkynningu segir að samið hafi verið um starfslok Birgis þann 30. september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS en Reykjalundur er í eigu sambandsins. Stjórnin tekur skýrt fram að í aðdraganda starfslokanna hafi ekkert „saknæmt“ borið að „af hálfu forstjórans“. Innihald starfslokasamningsins við Birgi sé trúnaðarmál og þá er áréttað að kostnaður vegna starfslokanna sé ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Einnig er fréttaflutningi Hringbrautar vísað á bug og „óviðeigandi og meiðandi myndbirting af forstjóranum“ hörmuð.Stundum þannig að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman Inntur eftir því hvað verið sé að vísa í þegar talað er um „saknæmt“ athæfi í tilkynningu segir Sveinn í samtali við Vísi að svo virðist sem orðrómar þess efnis hafi verið á kreiki. Með yfirlýsingunni vilji Sveinn kveða þá orðróma niður. „Vegna starfsheiðurs þessa manns vil ég hafa það á hreinu að það var um ekkert svoleiðis um að ræða,“ segir Sveinn. „Það var talað um að hann hefði verið leiddur út og að það hefði verið um fjárdrátt að ræða, sem er bara af og frá. Það var ekkert svoleiðis. Þetta var bara niðurstaða stjórnar eftir langa umhugsun til lengri tíma. Við töldum rétt að við myndum ljúka samstarfi við fráfarandi forstjóra og að hann hefði staðið sig með ágætum í mörgum málum. Stundum er það þannig í þessu blessaða lífi að fólk getur ekki haldið áfram að vinna saman.“Var það að frumkvæði ykkar eða hans sem samið var um starfslok?„Við stóðum sameiginlega að því að klára þessi starfslok.“Þannig að þetta var sameiginleg ákvörðun?„Já, að hafa þetta í starfslokasamning.“ Sveinn segir að stjórn SÍBS muni hittast á nokkrum fundum fram eftir morgni. Von sé á annarri fréttatilkynningu frá SÍBS um hádegisbil þar sem nánar verður farið í næstu skref varðandi starfsemi Reykjalundar. Hann vill ekki upplýsa frekar um innihald þeirrar tilkynningar.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira