Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2019 16:01 Reykur stígur upp eftir sprengikúlu tyrknesks stórskotaliðs nærri bænum Ras al-Ayn í norðaustur Sýrlandi í dag. AP/ANHA Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03
Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25