Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 17:01 Magnús Ólason, sem er sjötugur, fékk óvænta uppsögn í gær þegar nokkrar vikur eru í að hann láti af störfum sökum aldurs eftir hátt í fjörutíu ár í starfi. Fréttablaðið/Valli Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15