Kirkja og ríki hafi hag af aðskilnaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. september 2019 06:30 Tillagan gerir ráð fyrir fullum aðskilnaði fyrir árið 2034. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
„Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira