Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 14:47 Árni Gils og faðir hans Hjalti Úrsus sem hefur staðið þétt við bak sonar síns í málinu. Vísir/Vilhelm Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30