Læknar á varðbergi vegna rafretta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2019 14:36 Á bilinu 10-15% íslenskra unglinga nota rafrettur að staðaldri. vísir/getty Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif. Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Lungalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Vakning sé á meðal lækna að reyna að greina veikindi tengd notkuninni. Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Drengurinn er á batavegi en hefur hlotið meðferð vegna sjúkdómsins á Landspítalanum. Í tilkynningu sem Landlæknisembættið sendi frá sér í gær, vegna málsins, kemur fram að birtingarmynd sjúkdómsins svipi til þess sem lýst hefur verið í Bandaríkjunum. Þar hefur verið faraldur af alvarlegum lungnasjúkdómum sem tengjast rafrettum en yfir fimm hundruð tilfelli hafa komið þar upp.Alma Dagbjört Möller, landlæknirSif Hansdóttir er yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítalans segir tilfelli drengsins það eina sem vitað er um að hafi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða aftur í tímann einstaklinga sem hafa verið mikið veikir en ekki fundist skýring á þeirra einkennum en eins og staðan er núna höfum við ekki fundið neinn sem hefur tengst beint við veipið,“ segir Sif. Sif segir vakningu á meðal lækna að greina veikindi tengd rafrettunotkun. „Það er þannig að fólk er orðið miklu, miklu meðvitaðra, bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, eftir þessar fréttir frá Bandaríkjunum. Þannig að ég held ekki endilega að tilfellunum sé að fjölga en ég held að við séum miklu meira vakandi og þannig verið að finna tilfelli sem að við höfum mögulega áður misst af,“ segir Sif. Alma Möller landlæknir sagði í fréttum okkar í gær að vitað væri að 50% þeirra sem eru í 10. bekk hafi prófað rafrettur og að 10-15% nota þær að staðaldri. Sif segir mikilvægt að börn noti ekki rafrettur en þessar tölur um notkun komi henni þó ekki á óvart. „Í rauninni ekki miðað við þessar tölur sem er verið að birta frá Bandaríkjunum og við Íslendingar líkjumst nú svolítið í háttum því sem hefur verið að gerast þar en 10% af krökkum í 10. bekk er náttúrulega gríðarlega há tala og er mikið áhyggjuefni,“ segir Sif.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rafrettur Tengdar fréttir Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15 Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00 Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56 Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Hvetja til banns gegn rafrettum Rúmlega 15 prósent 10. bekkinga á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. 18. september 2019 07:15
Á spítala eftir rafrettunotkun: „Við vitum að 50% þeirra í 10. bekk hafa prófað“ Grunur leikur á að unglingur sem nýlega greindist með lungnasjúkdóm hér á landi hafi veikst vegna rafrettunotkunar. Landlæknir segir rafrettunoktun ungmenna áhyggjuefni. 20. september 2019 19:00
Tóku 100 tegundir af rafrettuvökvum úr sölu Fulltrúar Neytendastofu hafa tekið úr sölu um 100 tegundir af rafrettuáfyllingum þar sem nikótíni hefur verið bætt við vökva á sölustað. 20. september 2019 11:56
Rekja veikindi unglings til rafrettureykinga Grunur leikur á að veikindi unglings, sem greindist nýverið með lungnasjúkdóm hér á landi, megi rekja til rafrettunotkunar. 20. september 2019 15:44