Hraðakstur og bágborið ástand bíls orsök banaslyss á Grindavíkurvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2019 16:32 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni. Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni.
Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00