Stjórnmál fyrir lengra komna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. september 2019 07:00 Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar