„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 10:43 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi meðal annars málefni lögreglunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði