Segir lausnina ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði heldur að minnka umsvif stofnunarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það verði að skoða hlutverk RÚV. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé engin lausn til framtíðar að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en bæta þeim upp tekjutapið með hærri framlögum ríkisins. Sjálf vill hún helst leggja RÚV niður en kveðst gera sér grein fyrir því að til þess skorti pólitískan vilja almennt. Sigríður talar því fyrir því að minnka umsvif RÚV og spyr hvort nauðsynlegt sé að stofnunin reki tvær útvarpsstöðvar eða sýni jafnmikið afþreyingarefni og nú. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af grein sem hún skrifaði í gær á heimasíðu sína þar sem hún spurði hvort fjölmiðlar væru líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir væru á styrkjum frá ríkinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er einmitt með áform um að leggja fram frumvarp um ríkisstyrki til fjölmiðla á yfirstandandi þingvetri.„Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi?“ Sigríður segir að hún sé að benda á þann punkt að með slíku fyrirkomulagi væri verið að gera alla fjölmiðla ríkisrekna, gera þá háða framlögum frá ríkinu. Hún segir að menn lendi alltaf í vanda ef ekki sé horft á heildarmyndina og stóru spurningunni svarað. „Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi? Þá er ég ekki bara að tala um einkafjölmiðla heldur líka RÚV. Hvernig ætlum við að horfa á þetta til framtíðar?“ spyr Sigríður og segir menn komna í ógöngur þegar því er haldið fram að ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði þá þurfi að bæta stofnuninni upp tekjurnar með framlagi frá ríkinu. Slíkt muni hún aldrei styðja. „Þar með væri RÚV komið með sex til sjö milljarða úr ríkiskassanum. Þetta er einhver hugsanavilla eða misskilningur sem er kannski auðvelt fyrir stjórnmálamenn að flækja sig í ef menn vilja ekki taka umræðuna um hlutverk ríkisins á fjölmiðlamarkaði,“ segir Sigríður.Menn beini frekar sjónum sínum að RÚV en einkareknum fjölmiðlum Hún segir að það þurfi að ræða um hlutverk RÚV. „Ég held að menn ættu frekar að beina sjónum sínum að RÚV heldur en einkareknum fjölmiðlum, fara að endurskoða hlutverk RÚV, svara þeirri spurningu: er það nauðsynlegt að RÚV sé að þenja sig inn á alla markaði sem að koma upp með nýrri tækni og þróun? Ég sá að um daginn var ráðinn einhver ritstjóri yfir samfélagsmiðla. RÚV er komið inn á samfélagsmiðla. Er það hlutverk RÚV? Er nauðsynlegt að reka báðar rásirnar? Er nauðsynlegt að vera með allt þetta afþreyingarefni hjá RÚV? Þetta þurfa menn að fara í.“ Sigríður vill ekki meina að vera RÚV á auglýsingamarkaði sé lykilatriði. Það sé þó ekki sanngjarnt að ríkisfyrirtæki sé að keppa við einkaaðila en Sigríður segist telja að það yrði skammgóður vermir fyrir aðra fjölmiðla færi RÚV af auglýsingamarkaði. „Ég viðurkenni að ég hef ekki lagst í skoðun á þessum auglýsingamálum því mér finnst það ekki ávarpa vandann sem er til staðar sem er rekstur ríkisins á fyrirtæki sem er almennt í samkeppni, ekki bara á auglýsingum heldur líka um efni og hlustun,“ segir Sigríður en viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé engin lausn til framtíðar að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en bæta þeim upp tekjutapið með hærri framlögum ríkisins. Sjálf vill hún helst leggja RÚV niður en kveðst gera sér grein fyrir því að til þess skorti pólitískan vilja almennt. Sigríður talar því fyrir því að minnka umsvif RÚV og spyr hvort nauðsynlegt sé að stofnunin reki tvær útvarpsstöðvar eða sýni jafnmikið afþreyingarefni og nú. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af grein sem hún skrifaði í gær á heimasíðu sína þar sem hún spurði hvort fjölmiðlar væru líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir væru á styrkjum frá ríkinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er einmitt með áform um að leggja fram frumvarp um ríkisstyrki til fjölmiðla á yfirstandandi þingvetri.„Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi?“ Sigríður segir að hún sé að benda á þann punkt að með slíku fyrirkomulagi væri verið að gera alla fjölmiðla ríkisrekna, gera þá háða framlögum frá ríkinu. Hún segir að menn lendi alltaf í vanda ef ekki sé horft á heildarmyndina og stóru spurningunni svarað. „Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi? Þá er ég ekki bara að tala um einkafjölmiðla heldur líka RÚV. Hvernig ætlum við að horfa á þetta til framtíðar?“ spyr Sigríður og segir menn komna í ógöngur þegar því er haldið fram að ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði þá þurfi að bæta stofnuninni upp tekjurnar með framlagi frá ríkinu. Slíkt muni hún aldrei styðja. „Þar með væri RÚV komið með sex til sjö milljarða úr ríkiskassanum. Þetta er einhver hugsanavilla eða misskilningur sem er kannski auðvelt fyrir stjórnmálamenn að flækja sig í ef menn vilja ekki taka umræðuna um hlutverk ríkisins á fjölmiðlamarkaði,“ segir Sigríður.Menn beini frekar sjónum sínum að RÚV en einkareknum fjölmiðlum Hún segir að það þurfi að ræða um hlutverk RÚV. „Ég held að menn ættu frekar að beina sjónum sínum að RÚV heldur en einkareknum fjölmiðlum, fara að endurskoða hlutverk RÚV, svara þeirri spurningu: er það nauðsynlegt að RÚV sé að þenja sig inn á alla markaði sem að koma upp með nýrri tækni og þróun? Ég sá að um daginn var ráðinn einhver ritstjóri yfir samfélagsmiðla. RÚV er komið inn á samfélagsmiðla. Er það hlutverk RÚV? Er nauðsynlegt að reka báðar rásirnar? Er nauðsynlegt að vera með allt þetta afþreyingarefni hjá RÚV? Þetta þurfa menn að fara í.“ Sigríður vill ekki meina að vera RÚV á auglýsingamarkaði sé lykilatriði. Það sé þó ekki sanngjarnt að ríkisfyrirtæki sé að keppa við einkaaðila en Sigríður segist telja að það yrði skammgóður vermir fyrir aðra fjölmiðla færi RÚV af auglýsingamarkaði. „Ég viðurkenni að ég hef ekki lagst í skoðun á þessum auglýsingamálum því mér finnst það ekki ávarpa vandann sem er til staðar sem er rekstur ríkisins á fyrirtæki sem er almennt í samkeppni, ekki bara á auglýsingum heldur líka um efni og hlustun,“ segir Sigríður en viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24
RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00
Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47