Slösuðust þegar myndavél féll á þær á tónleikum Of Monsters and Men Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 22:57 Ragnar þórhallsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sjást hér á sviði á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful í Las Vegas um helgina. Vísir/getty Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT
Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33
Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52
Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19