Samfélagsmiðlavá Teitur Guðmundsson skrifar 26. september 2019 07:00 Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Teitur Guðmundsson Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar