Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. september 2019 12:17 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira