Katrín leiðir framhald bótaviðræðna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. september 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. Fréttablaðið/Ernir Engar fjárhæðir eru tilteknar í frumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er kveðið á um heimild ráðherra til að greiða hinum sýknuðu sanngirnisbætur. Í athugasemdum við frumvarpið segir að í viðræðum hafi verið rætt um heildarfjárhæð á bilinu 700 til 800 milljónir en fjárhæðin kunni þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samninga. Gert er ráð fyrir að viðræður eigi sér stað við hlutaðeigandi undir handleiðslu forsætisráðherra samhliða framlagningu frumvarpsins og umfjöllun um það á Alþingi. Heimild ráðherra til að semja um bætur á grundvelli frumvarpsins, verði það að lögum, fellur úr gildi 30. júní 2020. Í greinargerð er einnig vikið að öðrum atriðum sem lúta að uppgjöri málsins, úrbótum á löggjöf, fræðslu og vistun skjala hjá hinu opinbera. Þau atriði verði tekin til nánari skoðunar hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum. Miðað er við að bæturnar verði skattlausar. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur til þeirra fimm sem það tekur til byggja á sama grundvelli, það er bæði til þeirra þriggja sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra tveggja sem látnir eru. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur til eftirlifandi maka og barna í tilfelli þeirra sem látnir eru, skiptist jafnt þannig að sama fjárhæð komi í hlut hvers og eins. Þetta er breyting frá þeirri stefnu sem höfð var í samningaviðræðunum, þar sem miðað var við að fjárhæðir tækju mið af fjölda daga sem hver og einn sætti frelsissviptingu. Eins og fram hefur komið er kveðið á um það í greinargerð frumvarpsins að greiðsla bóta, samkvæmt frumvarpinu, hindri ekki að frekari bóta verði krafist fyrir dómstólum. Frumvarpið var afgreitt úr ríkisstjórn og úr þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og verður lagt fram á Alþingi í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Engar fjárhæðir eru tilteknar í frumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er kveðið á um heimild ráðherra til að greiða hinum sýknuðu sanngirnisbætur. Í athugasemdum við frumvarpið segir að í viðræðum hafi verið rætt um heildarfjárhæð á bilinu 700 til 800 milljónir en fjárhæðin kunni þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samninga. Gert er ráð fyrir að viðræður eigi sér stað við hlutaðeigandi undir handleiðslu forsætisráðherra samhliða framlagningu frumvarpsins og umfjöllun um það á Alþingi. Heimild ráðherra til að semja um bætur á grundvelli frumvarpsins, verði það að lögum, fellur úr gildi 30. júní 2020. Í greinargerð er einnig vikið að öðrum atriðum sem lúta að uppgjöri málsins, úrbótum á löggjöf, fræðslu og vistun skjala hjá hinu opinbera. Þau atriði verði tekin til nánari skoðunar hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum. Miðað er við að bæturnar verði skattlausar. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur til þeirra fimm sem það tekur til byggja á sama grundvelli, það er bæði til þeirra þriggja sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra tveggja sem látnir eru. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur til eftirlifandi maka og barna í tilfelli þeirra sem látnir eru, skiptist jafnt þannig að sama fjárhæð komi í hlut hvers og eins. Þetta er breyting frá þeirri stefnu sem höfð var í samningaviðræðunum, þar sem miðað var við að fjárhæðir tækju mið af fjölda daga sem hver og einn sætti frelsissviptingu. Eins og fram hefur komið er kveðið á um það í greinargerð frumvarpsins að greiðsla bóta, samkvæmt frumvarpinu, hindri ekki að frekari bóta verði krafist fyrir dómstólum. Frumvarpið var afgreitt úr ríkisstjórn og úr þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og verður lagt fram á Alþingi í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00