„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 12:00 Með því að fara með MAX-vélarnar til Frakklands ætlar Icelandair að koma í veg fyrir slit á vélunum sem hefði annars mögulega orðið í veðráttunni á Íslandi. Vísir/Vilhelm Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir vöntun á leyfi fyrir MAX-9 vélina stafa af því að hún er einfaldlega ekki tilbúin. „Við höfum verið að vinna í henni í sumar að setja í hana sæti og afþreyingarkerfi og annað og ekkert verið að leggja mikla áherslu á það. Hún er bara ekki tilbúin.“ Segir Jens að með því að geyma vélarnar í Toulouse sé komið í veg fyrir að þær verði fyrir mögulegum skemmdum í slæmu loftslagi á Íslandi á veturna. „Það er aðallega vindur og selta sem getur valdið flugvélum, kannski ekki alvarlegum skemmdum, en svona sliti og öðru sem gæti komið í bakið á okkur seinna meir.“ Búast má við að vélarnar fari af landi brott í fyrri hluta næstu viku og hefur þjálfun flugmanna staðið yfir fyrir þessa ferð. „Það er verið að endurþjálfa flugmenn sem hafa ekki flogið vélinni í marga mánuði. Það er bara verið að skerpa á þjálfuninni.“ 387 MAX-vélar frá 59 flugfélögum voru kyrrsettar fyrir hálfu ári vegna öryggisgalla sem kom í ljós eftir tvö flugslys sem kostuðu 346 manns lífið. Jens segir alveg óhætt að fljúga vélunum út. „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt. Vélarnar hafa komið mjög vel út hjá okkur eins og fram hefur komið. En þar að auki eru mjög ítarleg skilyrði sem svona flug þarf að uppfylla. Meðal annars stillingar á vélum, flughæð og annað, sem á að koma í veg fyrir að þau kerfi sem talin eru hafa átt hlut að máli í þessum slysum geti látið á sér kræla.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í síðustu viku að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28