Samgöngusáttmálinn setji lífskjarasamninginn í uppnám Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 28. september 2019 15:14 Hugmyndir samgöngusáttmálans mæta litlum skilningi meðal forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Vísir/Vilhelm Formenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýna tekjuöflunarleiðir nýs samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem þeir telja ekki í anda Lífskjarasamninganna sem undirritaðir voru í vor. Forseti ASÍ telur réttar að breiðari bök beri fjármögnun samgöngubótanna, frekar en lágtekjufólk sem hrakist hefur af höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru til samgöngusáttmálans mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum. Andvirðið á sölu á Keldnalands í Reykjavík mun þannig renna til samgöngubótanna, rétt eins og aukin áhersla á gjaldtöku í umferðinni eins og fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær. „Ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni. Þessar hugmyndir mæta þó litlum skilningi meðal forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gjalda þannig bæði varhug við því að sala Keldnalandsins sé hugsuð í þessum tilgangi, landið ætti að nýta til uppbyggingar ódýrs húsnæðis, sem skortir á höfuðborgarsvæðinu. fremur en að nýta það til tekjuöflunar. „Ef að Keldnalandið verði selt hæstbjóðanda eru mjög miklar líkur á því að það verði enn eitt land- og lóðabraskið sem mun eiga sér stað á húsnæðismarkaði sem síðan skilar sér líklegast, og að öllum líkindum, í allt of háu húsnæðisverði til almennings,“ segir Ragnar Þór og Drífa tekur í sama streng. „Það er búið að breyta tilganginum frá því sem var, úr því að vera til stuðnings auknum húsnæðisúrræðum í það að vera fjármögnun fyrir samgöngubætur.“ Þetta vinni þannig gegn markmiðum lífskjarasamninganna svokölluðu, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Þar hafi markmiðið verið að draga úr útgjöldum launafólks, og því sé erfitt að sjá að fyrirhugaðir vegatollar geti samrýmst samningunum. „Þessar hugmyndir um veggjöld fyrst og fremst vinna klárlega gegn þessu markmiði og stefna lífskjarasamningnum í sjálfu sér í algjört uppnám,“ segir Ragnar Þór. ASÍ vill því líta til annarra fjármögnunarleiða. „Það er hægt að sækja peningana þar sem þeir eru, það er hægt að setja hátekjuskatt, það er hægt hækka fjármagnstekjuskattinn, það er hægt að skoða auðlindagjöldin frekar og þá erum við að tala um í víðu samhengi, ferðaþjónustuna og fleira. Það væri nú nær að byrja þar heldur en að skattleggja venjulegt fólk sem er að reyna að komast til og frá vinnu,“ segir Drífa. Kjaramál Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis. 23. september 2019 08:00 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Formenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýna tekjuöflunarleiðir nýs samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem þeir telja ekki í anda Lífskjarasamninganna sem undirritaðir voru í vor. Forseti ASÍ telur réttar að breiðari bök beri fjármögnun samgöngubótanna, frekar en lágtekjufólk sem hrakist hefur af höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru til samgöngusáttmálans mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum. Andvirðið á sölu á Keldnalands í Reykjavík mun þannig renna til samgöngubótanna, rétt eins og aukin áhersla á gjaldtöku í umferðinni eins og fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær. „Ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni. Þessar hugmyndir mæta þó litlum skilningi meðal forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gjalda þannig bæði varhug við því að sala Keldnalandsins sé hugsuð í þessum tilgangi, landið ætti að nýta til uppbyggingar ódýrs húsnæðis, sem skortir á höfuðborgarsvæðinu. fremur en að nýta það til tekjuöflunar. „Ef að Keldnalandið verði selt hæstbjóðanda eru mjög miklar líkur á því að það verði enn eitt land- og lóðabraskið sem mun eiga sér stað á húsnæðismarkaði sem síðan skilar sér líklegast, og að öllum líkindum, í allt of háu húsnæðisverði til almennings,“ segir Ragnar Þór og Drífa tekur í sama streng. „Það er búið að breyta tilganginum frá því sem var, úr því að vera til stuðnings auknum húsnæðisúrræðum í það að vera fjármögnun fyrir samgöngubætur.“ Þetta vinni þannig gegn markmiðum lífskjarasamninganna svokölluðu, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Þar hafi markmiðið verið að draga úr útgjöldum launafólks, og því sé erfitt að sjá að fyrirhugaðir vegatollar geti samrýmst samningunum. „Þessar hugmyndir um veggjöld fyrst og fremst vinna klárlega gegn þessu markmiði og stefna lífskjarasamningnum í sjálfu sér í algjört uppnám,“ segir Ragnar Þór. ASÍ vill því líta til annarra fjármögnunarleiða. „Það er hægt að sækja peningana þar sem þeir eru, það er hægt að setja hátekjuskatt, það er hægt hækka fjármagnstekjuskattinn, það er hægt að skoða auðlindagjöldin frekar og þá erum við að tala um í víðu samhengi, ferðaþjónustuna og fleira. Það væri nú nær að byrja þar heldur en að skattleggja venjulegt fólk sem er að reyna að komast til og frá vinnu,“ segir Drífa.
Kjaramál Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis. 23. september 2019 08:00 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45
Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis. 23. september 2019 08:00
Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05