„Í góðum farvegi“ Eyþór Arnalds skrifar 10. september 2019 07:00 Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að 15% minnkun ferðatíma sem er fyrirsjáanleg með kerfinu myndi spara 80 milljarða. En hvað var gert? Tillögunni var vísað frá. Meirihlutinn segir þessi mál vera í „góðum farvegi“. En hvernig er þessi farvegur? Jú, síðasta útboð fór af stað fyrir 15 árum, en þá voru snjallsímarnir ekki komnir fram. Ekkert frekar en sú tækni sem hér um ræðir. Aðrar borgir bjóða út svona kerfi á fjögurra ára fresti. Búið er að skoða eitt og annað „í farveginum“ hjá borginni, en ekkert verið ákveðið. Á sama tíma hefur umferðin þyngst verulega og hlutfall einkabíla vaxið mikið. Það er rýr árangur. Svipað er að sjá með rekstur borgarinnar. Þar ætla menn að læra af mistökunum. Það gengur fremur hægt eins og sjá má af síendurteknum svipuðum mistökum. Bragginn, framúrkeyrslan í Félagsbústöðum og nú áætlanagerð Sorpu eru skýrt mynstur óstjórnar. Sífellt er talað um að læra af mistökunum en það virðist ganga hægt. Það er ekki góður farvegur. Stjórnkerfið skilar ekki svörum og íbúarnir verða að sætta sig við að málin séu „í farvegi“. En langur er sá farvegur. Stundum er hollara að líta í spegil og játa það að „góði farvegurinn“ er kannski ekki svo góður eftir allt saman. Að minnsta kosti þarf góður árfarvegur að skila sínu en ekki vera stíflaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að 15% minnkun ferðatíma sem er fyrirsjáanleg með kerfinu myndi spara 80 milljarða. En hvað var gert? Tillögunni var vísað frá. Meirihlutinn segir þessi mál vera í „góðum farvegi“. En hvernig er þessi farvegur? Jú, síðasta útboð fór af stað fyrir 15 árum, en þá voru snjallsímarnir ekki komnir fram. Ekkert frekar en sú tækni sem hér um ræðir. Aðrar borgir bjóða út svona kerfi á fjögurra ára fresti. Búið er að skoða eitt og annað „í farveginum“ hjá borginni, en ekkert verið ákveðið. Á sama tíma hefur umferðin þyngst verulega og hlutfall einkabíla vaxið mikið. Það er rýr árangur. Svipað er að sjá með rekstur borgarinnar. Þar ætla menn að læra af mistökunum. Það gengur fremur hægt eins og sjá má af síendurteknum svipuðum mistökum. Bragginn, framúrkeyrslan í Félagsbústöðum og nú áætlanagerð Sorpu eru skýrt mynstur óstjórnar. Sífellt er talað um að læra af mistökunum en það virðist ganga hægt. Það er ekki góður farvegur. Stjórnkerfið skilar ekki svörum og íbúarnir verða að sætta sig við að málin séu „í farvegi“. En langur er sá farvegur. Stundum er hollara að líta í spegil og játa það að „góði farvegurinn“ er kannski ekki svo góður eftir allt saman. Að minnsta kosti þarf góður árfarvegur að skila sínu en ekki vera stíflaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar