„Þú mátt kalla mig herra þinn“ Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 10:12 Ekki eru allir jafn kátir með boðsbréfið sem Smári McCarthy sýndi á Facebooksíðu sinni. Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30 Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira