Vestnorrænt samstarf til framtíðar Vivian Motzfeldt og Guðjón S. Brjánsson og Kári Páll Højgaard skrifa 12. september 2019 07:00 Nú er dásamlegu sumri á Vestur-Norðurlöndum lokið. Sumarið er langþráður tími hjá okkur sem búum norður við heimskaut þar sem við njótum sólríkra daga og bjartra nátta. Undanfarnir mánuðir hafa líka verið öllum okkur tilefni til þess að minnast tímamóta í sögu okkar þjóða. Í vor fögnuðu Færeyingar 100 ára afmæli „Merkisins“, færeyska þjóðfánans. 17. júní varð íslenska lýðveldið 75 ára og 21. júní fögnuðu Grænlendingar 10 ára sjálfsstjórn.Guðjón S. BrjánssonVið gleðjumst hvert með öðru yfir þessum merku tímamótum. Þau gefa okkur líka tilefni til að fagna áralöngu samstarfi þjóðanna þriggja. Það samstarf hefur reynst öllum mjög vel. Í okkar augum er vestnorrænt samstarf þó enn að miklu leyti óplægður akur. Augu stórvelda heimsins hafa nú aftur opnast fyrir okkar svæði og þá er aukin samvinna landanna þriggja enn mikilvægari en áður. Vestnorræna ráðið er einn af hornsteinum vestnorræns samstarfs þar sem þingmenn þjóðanna koma reglulega saman og ræða hagsmunamál landanna þriggja. Á næsta ári fögnum við raunar sjálf tímamótum þegar 35 ár verða liðin frá því að ráðið okkar var sett á fót.Kári Páll HøjgaardVið ræðum ávallt þau hagsmunamál sem helst brenna á okkur hverju sinni. Nú í vetur beinum við t.d. sjónum okkar að tungumálunum okkar sem eru hornsteinn hvers samfélags. Tungumálin veita okkur öllum innri styrk en að þeim er líka sótt. Þarna getum við ýmislegt lært hvert af öðru. Framtíð vestnorræns samstarfs er björt og við hlökkum til verkefna komandi vetrar og líflegra umræðna þegar Vestnorræna ráðið kemur saman til ársfundar í Nuuk í október. Höfundar eru meðlimir í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú er dásamlegu sumri á Vestur-Norðurlöndum lokið. Sumarið er langþráður tími hjá okkur sem búum norður við heimskaut þar sem við njótum sólríkra daga og bjartra nátta. Undanfarnir mánuðir hafa líka verið öllum okkur tilefni til þess að minnast tímamóta í sögu okkar þjóða. Í vor fögnuðu Færeyingar 100 ára afmæli „Merkisins“, færeyska þjóðfánans. 17. júní varð íslenska lýðveldið 75 ára og 21. júní fögnuðu Grænlendingar 10 ára sjálfsstjórn.Guðjón S. BrjánssonVið gleðjumst hvert með öðru yfir þessum merku tímamótum. Þau gefa okkur líka tilefni til að fagna áralöngu samstarfi þjóðanna þriggja. Það samstarf hefur reynst öllum mjög vel. Í okkar augum er vestnorrænt samstarf þó enn að miklu leyti óplægður akur. Augu stórvelda heimsins hafa nú aftur opnast fyrir okkar svæði og þá er aukin samvinna landanna þriggja enn mikilvægari en áður. Vestnorræna ráðið er einn af hornsteinum vestnorræns samstarfs þar sem þingmenn þjóðanna koma reglulega saman og ræða hagsmunamál landanna þriggja. Á næsta ári fögnum við raunar sjálf tímamótum þegar 35 ár verða liðin frá því að ráðið okkar var sett á fót.Kári Páll HøjgaardVið ræðum ávallt þau hagsmunamál sem helst brenna á okkur hverju sinni. Nú í vetur beinum við t.d. sjónum okkar að tungumálunum okkar sem eru hornsteinn hvers samfélags. Tungumálin veita okkur öllum innri styrk en að þeim er líka sótt. Þarna getum við ýmislegt lært hvert af öðru. Framtíð vestnorræns samstarfs er björt og við hlökkum til verkefna komandi vetrar og líflegra umræðna þegar Vestnorræna ráðið kemur saman til ársfundar í Nuuk í október. Höfundar eru meðlimir í forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar