Rósa og Brynjar hafa ekkert til að tala um Aðalheiður Ámundadóttir og Björn Þorfinsson skrifar 12. september 2019 06:15 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, mun sitja við hliðina á Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hann var þó ekki mættur til að hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Fréttablaðið/Valli Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Dregið var um sætaskipan á Alþingi þegar þing kom saman á þriðjudag, með venjubundinni aðferð sem sumir kenna við Harry Potter og flokkunarhatt Hogwartskóla. Ekki eru öll sætin jafn góð og þingmenn misánægðir með sessunauta. „Við Willum Þór getum rætt knattspyrnu enda einhverjir gáfuðustu menn um knattspyrnu um allt Ísland, að eigin mati,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um nýjan sessunaut sinn á hægri hönd, Willum Þór Þórsson. „En ég er ekki viss um að samtöl okkar Rósu verði með sama hætti,“ bætir Brynjar við og vísar til nýs sessunautar síns á vinstri hönd, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Brynjar segir þau Rósu ekki eiga neitt sameiginlegt eða mjög lítið svo vitað sé. „Ég tel að það séu ekki nokkrar líkur á því að við munum eiga samræður um annað en pólitík og þá til að deila,“ Rósa Björk tekur í sama streng. „Ég býst ekki við að tala mikið við Brynjar í vetur enda hef ég ansi lítið til að tala um við hann,“ segir Rósa um sessunaut sinn og félaga í stjórnarsamstarfinu. „Ég hlakka bara til sambýlisins við Ingu Sæland. Ég er viss um að það verður skemmtilegt. Þó við séum í grundvallaratriðum ósammála í mörgum málum þá kemur okkur ágætlega saman,“ segir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, um formann Flokks fólksins sem situr honum á hægri hönd. Að hans sögn eru samskipti milli þingmanna yfirleitt mjög góð en vissulega komi erfiðir dagar. „Þegar verið er að ræða erfið mál inni í þingsal og upp úr sýður þá geta samskiptin stundum orðið allt að því fjandsamleg milli einstakra þingmanna og þingflokka. Mín reynsla er þó sú að slík tímabil gangi fljótt yfir og allt fellur síðan í ljúfa löð,“ segir Birgir. Hann játar enn fremur að töluverð spenna sé meðal þingmanna áður en sætaskipan er kynnt á hverju hausti. Spennan snýst þó ekki um sessunauta heldur miklu frekar staðsetningu. „Þingsalurinn er hannaður þannig að sum sæti eru verri en önnur. Sætin í miðju þingsalarins eru óvinsælust því þá þarftu sífellt að troðast fram hjá öðrum þingmönnum til þess að komast að þínu sæti,“ segir Birgir. Sjálfur er Birgir afar farsæll í sætahappdrættinu sem skýrist af „smá svindli“. „Þingflokksformönnum er úthlutað sætum með góðu aðgengi því þeir þurfa að vera mjög hreyfanlegir til þess að koma fram margs konar athugasemdum við þingstörfin. Það er því dregið úr þessum góðu sætum í sérstöku happdrætti milli þingflokksformanna,“ segir Birgir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent