Tvö þúsund hótelherbergi í pípunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. september 2019 06:15 Marriott-hótel rís við Hörpu. vísir/vilhelm Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Yfir tvö þúsund hótelherbergi koma inn á markaðinn á næstu árum ef öll fyrirhuguð uppbygging verður að veruleika. Gistinóttum á hótelum hefur fjölgað en tekjur og nýting hafa hafa dregist saman. „Við höfum byggt sjávarútveginn frá mokveiði upp í að vera flottasti sjávarútvegur í heimi. Það er engin ástæða til að halda annað en að við getum gert það sama í ferðaþjónustunni. Ef okkur tekst það þá munu þessi tvö þúsund herbergi hafa nóg að gera,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu , í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi í gær þar sem kynnt var árleg ferðaþjónustuúttekt deildarinnar. Það sem af er ári hafa um 270 hótelherbergi verið tekin í notkun, og útlit er fyrir að 120 herbergi bætist við á árinu. Til viðbótar við það standa yfir framkvæmdir við um 900 herbergi og þá eru um 1.150 herbergi mislangt komin á teikniborðinu. Samkvæmt verðmælingum greiningardeildarinnar lækkaði meðalverð hótelherbergja í Reykjavík um 12 prósent í júlí mælt í evrum. Á fyrri árshelmingi benda gögn til þess að nýting á mánuði hafi verið að meðaltali 72 prósent í Reykjavík, sem er lækkun um fimm prósentustig milli ára. Þá er bent á að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í sumar hafi gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgað. Gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb hafi aftur á móti fækkað sem og gistinóttum í bílum. „Það var ekki sjálfbært að vaxa svona hratt og taka vöxtinn í íbúðarhúsnæði. Þó að umræðan sé stundum í þá veru að það sé hótel á hverju horni þá viljum við miklu frekar hafa gestina okkar á hótelum og íbúa í íbúðarhúsnæði. Þannig verður borgin skemmtilegri, fyrir gestina og okkur sjálf,“ segir Kristófer. Hann bendir á að tilfærslan frá Airbnb til hótela geti verið mikilvægur þáttur í því að framboð hótelherbergja standi undir sér í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að það hafa verið þúsundir íbúða á Airbnb og enn fleiri herbergi. Ef við höldum þeirri þróun áfram að færa alla gististarfsemi upp á yfirborðið þá hef ég engar áhyggjur af þessum tvö þúsund hótelherbergjum.“ Þá telur hann að færri gistinætur á Airbnb skýri að hluta til hvers vegna tekjur á hvern ferðamann hafa hækkað. „Ég er sannfærður um að einn þátturinn í því að það sé meiri eyðsla á hvern ferðamann sé sá að það séu meiri tekjur að koma upp á yfirborðið í kjölfar aukins eftirlits og sektarheimilda gagnvart ólöglegri starfsemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira