Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 08:06 Jolie King og Mark Firkin á ferðalagi sínu. Instagram/@thewayoverland Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana. Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana.
Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira