Aldrei séð viðlíka úrkomu: „Þetta er svo langur tími og svo mikið magn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2019 14:10 Yfirvöld á spáni hafa staðfest að minnst þrír létust í flóðunum í suðausturhluta Spánar. Vísir/EPA Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“ Spánn Veður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“
Spánn Veður Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira