Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 16:59 Mikill öldugangur og vindur var í Reynisfjöru í dag þegar ferðamenn spókuðu sig um í fjörunni. Í myndbandi sjást öldurnar ná töluverðum hæðum áður en þær koma að landi af miklum þunga. Ferðamennirnir standa í flæðarmálinu að taka myndir og virða fyrir sér brimið þegar alda kemur að landi, skellur síðan á þeim og sópar þeim með sér innar í fjöruna. Viðstaddir brugðust þó fljótt við og komu fólkinu til aðstoðar og aftur á fætur. Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og hafa verið sett upp viðvörunarskilti sem ferðamenn virða ítrekað að vettugi.Skilti sem sett var upp í Reynisfjöru.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn klifruðu upp á skriðuna í Reynisfjöru Virtu lokanir að vettugi. 28. ágúst 2019 16:50 Ætla að loka austasta hluta Reynisfjöru varanlega Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. 29. ágúst 2019 13:20 Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. 10. ágúst 2019 21:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mikill öldugangur og vindur var í Reynisfjöru í dag þegar ferðamenn spókuðu sig um í fjörunni. Í myndbandi sjást öldurnar ná töluverðum hæðum áður en þær koma að landi af miklum þunga. Ferðamennirnir standa í flæðarmálinu að taka myndir og virða fyrir sér brimið þegar alda kemur að landi, skellur síðan á þeim og sópar þeim með sér innar í fjöruna. Viðstaddir brugðust þó fljótt við og komu fólkinu til aðstoðar og aftur á fætur. Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og hafa verið sett upp viðvörunarskilti sem ferðamenn virða ítrekað að vettugi.Skilti sem sett var upp í Reynisfjöru.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn klifruðu upp á skriðuna í Reynisfjöru Virtu lokanir að vettugi. 28. ágúst 2019 16:50 Ætla að loka austasta hluta Reynisfjöru varanlega Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. 29. ágúst 2019 13:20 Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. 10. ágúst 2019 21:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ætla að loka austasta hluta Reynisfjöru varanlega Veðurstofan telur að þar eigi stór partur eftir að falla úr hlíðinni til viðbótar á næstunni. 29. ágúst 2019 13:20
Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. 10. ágúst 2019 21:46