Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2019 10:30 Töluvert hefur borið á bíræfnum hjólaþjófum í Vesturbænum síðustu misseri. Vísir/getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33
Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15
Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00