Miðbærinn, hjarta Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 17. september 2019 07:00 Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn var samþykkt að drög að skýrslu (hér eftir skýrsla) frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á vef bæjarfélagsins í 30 daga til umsagnar. Sá frestur rennur út 20. september næstkomandi. Starfshópurinn hafði nokkuð breiða skírskotun, þar sem sátu m.a. fulltrúi íbúa, fyrirtækja, Markaðsstofu Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum frá meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vinna starfshópsins var góð, þar sem mikil áhersla var lögð á að vanda vel til verka og að um skýrsluna sjálfa myndi ríkja góð samstaða og sameiginlegur skilningur. Misskilnings hefur gætt í umræðunni Það er engum vafa undirorpið að allar umræður í tengslum við framtíðarskipulag miðbæjarins snerta hjörtu bæjarbúa. Það er skiljanlegt og þau viðbrögð sem fram hafa komið eftir að skýrslan var gerð opinber sýna það vel. Hins vegar hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðunni síðustu daga sem hefur einna helst snúist um myndir og tillögur sem unnar voru af arkitektum og skilað var í lok síðasta kjörtímabils; algjörlega án forskriftar. Þetta hefur gerst á kostnað hinnar raunverulegu skýrslu sem nú er til umsagnar, þeirra tillagna og vangaveltna sem þar er að finna og íbúum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulag miðbæjar er enn á hugmyndastigi Það er því mikilvægt að halda því til haga að þær teikningar og tillögur eins og þær liggja fyrir frá arkitektum og fylgdu með skýrslunni, eru ekki hluti af vinnu eða tillögum starfshópsins. Engin skipulagstillaga hefur verið lögð fram af hálfu bæjarins enda skipulagsvinnan ekki hafin. Líkt og starfshópurinn bendir á er nauðsynlegt að vinna áfram að verkefninu samkvæmt þeirri forskrift sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinn, sem og mikilvægi þess að tengja áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins við þá uppbyggingu og þróun sem nú á sér stað á Flensborgarhöfn og á Hraun vestur. Íbúafundur í dag, 17. september Um leið og við þökkum fyrir öll þau viðbrögð sem við höfum fengið, vil ég áfram hvetja ykkur til að senda inn umsögn við skýrslu starfshópsins og mæta á íbúafundinn sem haldinn verður í dag, 17. september, um sama mál. Allar nánari upplýsingar um skýrsluna og íbúafundinn má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs og formaður starfshóps um skipulag miðbæjarsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar