Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2019 11:24 Jón Guðnason, Nonni, hefur eldað ófáa bátana ofan í skemmtanaglaða Íslendinga. vísir/vilhelm „Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22