Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 13:00 Fellibylurinn er orðinn fimmta stigs. Skjáskot Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. Búið er að rýma svæðin á þeirri leið sem áætlað er að fellibylurinn fari yfir eyjarnar. Dorian er nú orðin fimmta stigs fellibylur og hefur hámarksvindhraði hans náð 260 kílómetrum á klukkustund. Fimmta stiginu er náð þegar hámarksvindhraði fer yfir 252 kílómetra á klukkustund. Íbúar hafa verið varaðir við því að fellibylurinn sé gífurlega hættulegur. Áætlað er að fellibylurinn nái að austurströnd Bandaríkjanna á morgun en útlit er fyrir að hann muni ekki hafa jafn skelfilegar afleiðingar og áður var búist við eftir að skyndileg breyting var á stefnu fellibyljarins. Fyrst um sinn leit út fyrir að hann myndi fara af fullum þunga yfir svæði Flórídaríkis.Íbúar hafa verið í óða önn að birgja sig upp af ýmsum nauðsynjum.Vísir/GettyDorian stefnir í að vera hættulegasti fellibylurinn sem nær landi í Bandaríkjunum síðan fellibylurinn Andrew reið yfir árið 1992. Þá létust 65 íbúar Miami og 63 þúsund heimili voru lögð í rúst. Ríkisstjóri Flórída, Rob DeSantis, lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum. Í mörgum verslunum hefur verið gripið til þeirra ráða að setja takmörk á hversu mikið fólk getur keypt til þess að tryggja að allir geti verið öruggir með einhverjar birgðir. Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag. 29. ágúst 2019 20:12 Trump segir Dorian stefna í að verða algjört „skrímsli“ Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir fellibylinn Dorian sem skellur á um helgina. Óttast er að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann nær landi. 30. ágúst 2019 07:22 Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. 30. ágúst 2019 22:29 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. Búið er að rýma svæðin á þeirri leið sem áætlað er að fellibylurinn fari yfir eyjarnar. Dorian er nú orðin fimmta stigs fellibylur og hefur hámarksvindhraði hans náð 260 kílómetrum á klukkustund. Fimmta stiginu er náð þegar hámarksvindhraði fer yfir 252 kílómetra á klukkustund. Íbúar hafa verið varaðir við því að fellibylurinn sé gífurlega hættulegur. Áætlað er að fellibylurinn nái að austurströnd Bandaríkjanna á morgun en útlit er fyrir að hann muni ekki hafa jafn skelfilegar afleiðingar og áður var búist við eftir að skyndileg breyting var á stefnu fellibyljarins. Fyrst um sinn leit út fyrir að hann myndi fara af fullum þunga yfir svæði Flórídaríkis.Íbúar hafa verið í óða önn að birgja sig upp af ýmsum nauðsynjum.Vísir/GettyDorian stefnir í að vera hættulegasti fellibylurinn sem nær landi í Bandaríkjunum síðan fellibylurinn Andrew reið yfir árið 1992. Þá létust 65 íbúar Miami og 63 þúsund heimili voru lögð í rúst. Ríkisstjóri Flórída, Rob DeSantis, lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum. Í mörgum verslunum hefur verið gripið til þeirra ráða að setja takmörk á hversu mikið fólk getur keypt til þess að tryggja að allir geti verið öruggir með einhverjar birgðir.
Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag. 29. ágúst 2019 20:12 Trump segir Dorian stefna í að verða algjört „skrímsli“ Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir fellibylinn Dorian sem skellur á um helgina. Óttast er að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann nær landi. 30. ágúst 2019 07:22 Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. 30. ágúst 2019 22:29 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag. 29. ágúst 2019 20:12
Trump segir Dorian stefna í að verða algjört „skrímsli“ Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir fellibylinn Dorian sem skellur á um helgina. Óttast er að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann nær landi. 30. ágúst 2019 07:22
Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. 30. ágúst 2019 22:29