Nýsköpun á niðurleið eftir aukningu eftirhrunsáranna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. september 2019 07:15 Magnús Þór Torfason, lektor við Háskóla Íslands, stóð að rannsókninni auk Wesley Sine. Fréttablaðið/Vilhelm Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira