Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. september 2019 21:28 Steinunn lyftir bikarnum á loft „Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni