Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Ólöf Skaftadóttir og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Fréttablaðið/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26