Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 16:36 Þessir hundar, sem sjást hér á vappi í miðbænum, eru þegar komnir til landsins og þurfa ekki að hafa áhyggjur af innflutningsbanninu. Vísir/vilhelm Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira