Segir ólíklegt að dularfullur hundasjúkdómur berist til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2019 11:42 Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Ísland. Fréttablaðið/Valli Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við. Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við.
Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36