Níu milljón stundir Hildur Björnsdóttir skrifar 9. september 2019 07:00 Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar