Þingfundum verður frestað og útlit fyrir að kosningum verði hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2019 19:00 Stjórnarandstaðan á Bretlandi mun að öllum líkindum hafna tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða snemma til kosninga. Stjórnarandstaðan hafði áður tilkynnt um að hún myndi ekki styðja tillögu Boris Johnson um að boða til kosninga í dag, rétt eins og hún hafnaði henni í síðustu viku. Ástæðan var sú að þingmenn vildu fyrst að Johnson kæmist að formlegu samkomulagi við Evrópusambandið um að fresta útgöngu Breta og þannig koma í veg fyrir að Bretar gangi út án samnings þann 31. október. Í dag varð að lögum frumvarp stjórnarandstöðunnar sem skuldbindur Johnson til þess að biðja um frest. Þingmenn þurftu að vera á harðahlaupum enda er þingfundum frestað frá deginum í dag og allt þar til 14. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var ósáttur við Johnson í gær og sagði hann reyna að forðast erfiðar spurningar með því að fresta þingfundum. Um kosningar hafði hann þetta að segja: „Við munum gera allt sem við getum til þess að fyrirbyggja að við förum út án samnings þann 31. október og munum ekki styðja tillögu um kosningar fyrr en ljóst er að það gerist ekki. Við viljum öll kosningar. Við viljum öll komast hjá samningslausri útgöngu.“ John Bercow, forseti breska þingsins og þingmaður Íhaldsflokksins, sagði fyrr í dag að ef þingið samþykkti kosningar myndi hann sitja út kjörtímabilið en ekki gefa kost á sér á ný. Ef ekki kæmi til kosninga myndi hann stíga til hliðar þann 31. október. En Boris Johnson fundaði sjálfur með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í Dyflinni í dag um útgöngumálið. Voru þeir sammála um að þeir vildu síður að útgöngu væri frestað og að þeir vildu reyna að ná samkomulagi sem fyrst. Bretland Brexit Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Bretlandi mun að öllum líkindum hafna tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að boða snemma til kosninga. Stjórnarandstaðan hafði áður tilkynnt um að hún myndi ekki styðja tillögu Boris Johnson um að boða til kosninga í dag, rétt eins og hún hafnaði henni í síðustu viku. Ástæðan var sú að þingmenn vildu fyrst að Johnson kæmist að formlegu samkomulagi við Evrópusambandið um að fresta útgöngu Breta og þannig koma í veg fyrir að Bretar gangi út án samnings þann 31. október. Í dag varð að lögum frumvarp stjórnarandstöðunnar sem skuldbindur Johnson til þess að biðja um frest. Þingmenn þurftu að vera á harðahlaupum enda er þingfundum frestað frá deginum í dag og allt þar til 14. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var ósáttur við Johnson í gær og sagði hann reyna að forðast erfiðar spurningar með því að fresta þingfundum. Um kosningar hafði hann þetta að segja: „Við munum gera allt sem við getum til þess að fyrirbyggja að við förum út án samnings þann 31. október og munum ekki styðja tillögu um kosningar fyrr en ljóst er að það gerist ekki. Við viljum öll kosningar. Við viljum öll komast hjá samningslausri útgöngu.“ John Bercow, forseti breska þingsins og þingmaður Íhaldsflokksins, sagði fyrr í dag að ef þingið samþykkti kosningar myndi hann sitja út kjörtímabilið en ekki gefa kost á sér á ný. Ef ekki kæmi til kosninga myndi hann stíga til hliðar þann 31. október. En Boris Johnson fundaði sjálfur með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í Dyflinni í dag um útgöngumálið. Voru þeir sammála um að þeir vildu síður að útgöngu væri frestað og að þeir vildu reyna að ná samkomulagi sem fyrst.
Bretland Brexit Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira