Enginn á vaktinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar