Breytingahjólið á yfirsnúningi Eva Magnúsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 11:30 Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Samkeppnismál Umhverfismál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun