Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Frederiksen á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í gær. Nordicphotos/AFP Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent